Tuesday, March 13, 2007

Næturopnun í BT

Mig dreymdi um daginn að ég væri að vinna í BT. Svo sem ekkert óeðlilegt við það nema hvað að við vorum með opið til 02:00 eftir miðnætti! Venjulega var þetta svo sem ekkert vandamál en þetta kvöld var laugardagskvöld og af einhverjum ástæðum var búðin líka í Kringlunni, við hliðina á Kringlukránni. Þetta gerði það að verkum að búðin var full af rónum og fyllibyttum og meir en að segja það að hreinsa út og loka. Klukkan hálf þrjú var ennþá fullt af fólki inni og ekkert fararsnið á liðinu. Að auki stoppaði ég þjóf og gerði peningana hans upptæka og hann hótaði mér öllu illu. Að lokum gafst ég upp og sagðist vera farinn heim og eftir það er allt í móðu, enda kannski engin farsæl lausn á þessari undarlegu stöðu sem ég var í .

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Bíð spenntur eftir næsta bloggi:)

10:55 PM  

Post a Comment

<< Home